Sadakazu Tanigaki, fjármálaráðherra Japans, sagði í dag litla sem enga þörf á því að hækka stýrivexti seðlabanka landsins. Stýrivextir í Japan hafa staðið í núll prósentum í sex ár og hefur lengi verið spáð um hugsanlega hækkun þeirra.
Tanigaki sagði ennfremur að seðlabankinn ætti að slá á spár manna um hækkun stýrivaxta og gefa skýrar í skyn hvað bankinn ætli að gera og hvort hann hyggist gera breytingar á vaxtastefnu sinni.
Fjármálasérfræðingar spá því að seðlabanki Japans tilkynni um 25 punkta stýrivaxtahækkun á föstudag.