Innlent

Funda um aðgerðir gegn loftslagsbreytingu

Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum á Bessastöðum í dag. Fundurinn er í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en frumkvæði að fundinum eiga Young Global Leaders sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu. Um sjötíu manns eru komin hingað til lands til funda en samráðsfundurinn hófst á fimmtudag og lýkur á morgun. Þeir koma úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum sem eiga það sameiginlegt að beita sér í umhverfismálum. Auk forseta Íslands taka tveir Íslendingar þátt í fundinum, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður og Ólafur Elíasson myndlistarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×