Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir rýrna

Höfuðstöðvar lífeyrissjóðsins Framsýnar Hrein eign lífeyrissjóðanna rýrnaði í maí í fyrsta skipti í rúmt ár.
Höfuðstöðvar lífeyrissjóðsins Framsýnar Hrein eign lífeyrissjóðanna rýrnaði í maí í fyrsta skipti í rúmt ár.

Hrein eign lífeyrissjóðanna rýrnaði um rúma ellefu milljarða króna í maí samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Er þetta í fyrsta skipti í rúmt hálft ár sem eignir sjóðanna lækka milli mánaða.

Ástæðan er rakin til 15,5 milljarða rýrnunar á eign sjóðanna í erlendum hlutabréfasjóðum auk 4,5 milljarða lækkunar á erlendum hlutabréfum. Eign lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum jókst um tæpa 8,6 milljarða króna í maí.

Eignir lífeyrissjóðanna hafa vaxið um tæpa 126 milljarða, eða rúm tíu prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×