Innlent

Engum skaðabótum lofað

Í gærmorgun funduðu forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja með fulltrúum varnarliðsins vegna brotthvarfs varnarliðsins og þeirra áhrifa sem það hefur á tekjur hitaveitunnar.

Júlíus Jónsson, forstjóri HS, segir að fleiri fundir verði á næstunni þar sem hitaveitan muni leggja fram kröfur sínar en varnarliðið hafi engum skaðabótum lofað enn sem komið er. "Næstu vikur fara í að undirbúa þessar kröfur en varnarliðið hefur ekki útilokað að um framtíðarviðskipti við okkur verði að ræða." Júlíus segir að með brotthvarfi hersins minnki orkusala HS um fjörutíu til fimmtíu prósent en samkvæmt samningum varnarliðsins og hitaveitunnar mátti varnarliðið aðeins minnka orkukaupin um fjögur prósent á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×