Erlent

Hagamaðurinn fær 14 ár

Raðnauðgarinn Niklas Lindgren, 33 ára, fékk í gær fjórtán ára dóm fyrir þrjár nauðganir, eina tilraun til nauðgunar og eina morðtilraun í bænum Umeå í norðurhluta Svíþjóðar. Einnig greiðir hann tæpar níu milljónir króna í miskabætur til þeirra fimm kvenna, frá 15 til 51 árs að aldri, sem hann réðst á, en árásirnar voru á árunum 1998 til 2005. Ein nauðgunarákæra féll niður.

Lindgren var kallaður „Hagamaðurinn“ af sænskum fjölmiðlum, eftir hverfinu þar sem árásirnar áttu sér stað. Rannsóknin var sú ítarlegasta sem farið hefur fram í Umeå. 2.500 manns voru yfirheyrðir og 777 DNA-sýni tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×