Erlent

Kærði sjálfan sig til lögreglu

Tvítugur norskur ökumaður tók upp á því aðfaranótt sunnudags að hringja í lögreglu og tilkynna að hann æki undir áhrifum áfengis. Að því loknu beið hann í bílnum eftir lögreglu. Maðurinn var einnig með útrunnið ökuskírteini og á óskráðum bíl.

Í samtali við norsku fréttaþjónustuna NTB sagði talsmaður lögreglunnar á svæðinu afar sjaldgæft að ökumenn tilkynntu sjálfir um ölvunarakstur. Að sögn lögreglumannsins vildi maðurinn afgreiða málið til þess að hreinsa samvisku sína. Sú hreinsun gæti hins vegar kostað háar fjársektir og fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×