Erlent

Aðframkomnir í eyðimörk

Leitað á fólki Lögreglan leitar á um hundrað ólöglegum innflytjendum sem handteknir voru í eyðimörk í Arizona í Bandaríkjunum.
Leitað á fólki Lögreglan leitar á um hundrað ólöglegum innflytjendum sem handteknir voru í eyðimörk í Arizona í Bandaríkjunum. MYND/AP

Bandarísk yfirvöld höfðu hendur í hári um hundrað ólöglegra innflytjenda í síðustu viku, sem voru aðframkomnir af þorsta í eyðimörk í Arizona.

Sjö þeirra, auk þriggja lögreglumanna, voru fluttir á sjúkrahús vegna vökvataps.

Fólkið hafði komið frá Mexíkó og höfðu sumir verið án vatns svo dögum skipti, en fólkið beið eftir að höfuðpaurar smyglsins kæmu þeim í öruggt skjól.

Notuðu lögreglumenn þyrlu, hunda og fjórhjól til að leita þeirra, en þó fregnir bærust af þremur látnum innflytjendum í eyðimörkinni, fundust engin lík.

Ekki tókst lögreglu að handsama höfuðpaurana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×