Erlent

Danir vilja hluta gróðans

Danir og Grænlendingar deila nú um það hvort tekjur af olíu, sem hugsanlega finnst út af ströndum Grænlands, eigi að falla Grænlendingum óskiptar í skaut eða dragast frá árlegum greiðslum frá Danmörku til grænlensku landstjórnarinnar.

Meirihluti er fyrir því í danska þinginu að olíutekjurnar komi til frádráttar, samkvæmt frétt á vefsíðu danska dagblaðsins Politiken í gær. Samkvæmt vefsíðu grænlenska útvarpsins eru grænlenskir ráðamenn á hinn bóginn einhuga um að tekjurnar eigi að renna óskiptar til Grænlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×