Háar álögur á bjúgaldin í Evrópu 20. september 2006 00:01 Af bananamarkaði Hagnaður Chiquita hefur dregist mikið saman í Evrópu vegna hærri tolla á banana frá S-Ameríku. Mynd/AP Verð á banönum hefur hækkað um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins. Helsta ástæða lækkunarinnar er gott veður og styrking gjaldmiðla í Evrópu gagnvart bandaríkjadal. Þá segir Chiquita að samkeppni á bananamarkaði hafi harðnað talsvert í Evrópu vegna aðgerða framkvæmdastjórnar ESB til að auka samkeppni á evrópskum bananamarkaði auk þess sem tollar á innflutta banana frá Suður-Ameríku til aðildarríkja sambandsins voru hækkaðir talsvert. Aðgerðirnar koma sérstaklega illa niður á Chiquita en fyrirtækið flytur flesta banana sína til annarra landa frá S-Ameríku. Álögur ESB fólu meðal annars í sér að verð á banönum fór úr 76 evrum eða um 6.700 krónum á tonnið í rúmar 15.700 krónur. Við þetta hækkaði kílóverðið og sala á banönum frá Chiquita hefur dregist saman í Evrópu það sem af er árs. Hagnaður fyrirtækisins af öllum vörum á Evrópumarkaði fór sömu leið. Hann nam 45 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,2 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og er það 39 prósenta samdráttur á milli ára. Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð á banönum hefur hækkað um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins. Helsta ástæða lækkunarinnar er gott veður og styrking gjaldmiðla í Evrópu gagnvart bandaríkjadal. Þá segir Chiquita að samkeppni á bananamarkaði hafi harðnað talsvert í Evrópu vegna aðgerða framkvæmdastjórnar ESB til að auka samkeppni á evrópskum bananamarkaði auk þess sem tollar á innflutta banana frá Suður-Ameríku til aðildarríkja sambandsins voru hækkaðir talsvert. Aðgerðirnar koma sérstaklega illa niður á Chiquita en fyrirtækið flytur flesta banana sína til annarra landa frá S-Ameríku. Álögur ESB fólu meðal annars í sér að verð á banönum fór úr 76 evrum eða um 6.700 krónum á tonnið í rúmar 15.700 krónur. Við þetta hækkaði kílóverðið og sala á banönum frá Chiquita hefur dregist saman í Evrópu það sem af er árs. Hagnaður fyrirtækisins af öllum vörum á Evrópumarkaði fór sömu leið. Hann nam 45 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,2 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og er það 39 prósenta samdráttur á milli ára.
Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira