Viðskipti innlent

Fólkið ósammála stjórnvöldum

Fólkið í landinu er ósammála stefnu íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum, segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í aðsendri grein. Með stefnu sinni í Evrópumálum og skattlagningu matvæla séu stjórnvöld í raun að segja Íslendingum að þeim henti best að búa við háa vexti og hátt matvælaverð.

Sveinn vitnar máli sínu til stuðnings í könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera þar sem fram kom að meirihluti kjósenda allra flokka vill ganga til viðræðna um ESB-aðild. Þá var meirihluti í öllum flokkum nema vinstri grænum fyrir því að taka upp evru í stað íslensku krónunnar.

Sveinn telur jafnframt að Íslendingar gætu lært ýmislegt af þróun matvöruverðs í Svíþjóð. Þar hafi matvælaverð einungis hækkað um fimm prósent síðustu fimmtán ár, meðan neysluverðsvísitalan hafi hækkað um 35 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×