Viðskipti erlent

Banna rafhlöður í flugi

Þota frá Virgin Richard Branson, stofnandi Virgin-samstæðunnar, með líkan af einni vél Virgin Atlantic.
Þota frá Virgin Richard Branson, stofnandi Virgin-samstæðunnar, með líkan af einni vél Virgin Atlantic. Mynd/AFP

Breska lággjaldaflugfélagið Virgin Atlantic hefur skikkað farþega í millilandaflugi til að taka rafhlöður úr fartölvum sínum ef þær eru frá Dell og Apple. Ástæðan er eldhætta af völdum rafhlaðanna, en Dell innkallaði í ágúst fjórar milljónir af rafhlöðum í tölvum sem Sony framleiddi fyrir fyrirtækið og Apple innkallaði tæplega tvær milljónir rafhlaða frá fyrirtækinu fyrir skömmu.

Samkvæmt reglum flugfélagsins mega farþegarnir einungis taka tvær rafhlöður með sér í millilandaflug en þeir verða að pakka þeim inn og setja í handfarangurinn. Búist er við að þetta komi mörgum farþegum illa sem þurfa að nota fartölvur sínar þegar þeir fljúga á milli landa því rafmagnsinnstungur er ekki að finna við öll sæti í vélum flugfélagsins. Ef innstungur er að finna við sætin er notkun fartölva leyfileg um borð í vélum Virgin en að öðru leyti er notkun þeirra bönnuð.

Tvö önnur flugfélög, í Katar og Suður-Kóreu, hafa gripið til sömu aðferða til að draga úr áhættu í millilandaflugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×