Viðskipti innlent

Jákvæðari tónn hjá Danske Bank: Fjallar um snarpa kólnun eftirspurnar.

Lars Christensen Lars sótti landið heim, ásamt kollega sínum Carsten Valgreen, í apríl síðastliðnum. Þeir félagar skrifuðu skýrslu Danske Bank fyrr á árinu þar sem mikið svartnætti var talið fyrir dyrum í íslensku efnahagslífi.
Lars Christensen Lars sótti landið heim, ásamt kollega sínum Carsten Valgreen, í apríl síðastliðnum. Þeir félagar skrifuðu skýrslu Danske Bank fyrr á árinu þar sem mikið svartnætti var talið fyrir dyrum í íslensku efnahagslífi. MYND/Vilhelm

Danske Bank fjallar í nýrri greiningu um íslenska hagkerfið og fagnar þar kólnun í innlendri eftirspurn og segir það góðar fréttir.

"Nú er hægt að tala um að verulega hafi hægt á innlendri eftispurn á Íslandi," segir Lars Christensen, sérfræðingur bankans og vísar til eigin árstíðarleiðréttra útreikninga um að eftirspurn hér hafi dregist saman um sem nemi 15,9 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

"Þrátt fyrir snarpan samdrátt í eftirspurn jókst vöxtur þjóðarframleiðslu milli ársfjórðunga vegna öflugrar aukningar nettóútflutnings. Reyndar svo mjög að útflutningurinn ýtti undir hagvöxt í fyrsta sinn í næstum tvö ár," bætir hann við, en telur engu að síður að hér á landi sé fyrir dyrum langvinn og harkaleg leiðrétting í hagkerfinu eftir löngu tímabært aðhald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×