Innlent

Samkomulag um skiptingu landgrunns í Smugunni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu felur samkomulagið í sér viðurkenningu á landgrunnsréttindum Íslands yfir 29 þúsund ferkílómetra svæði vestast í Smugunni. Er talið líklegt að réttindin fá aukna þýðingu í framtíðinni, meðal annars með tilliti til hugsanlegra auðlinda á landgrunninu eins og málma og erfðaefni lífvera á hafsbotni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×