Misneyting ekki sögð fela í sér ofbeldi 20. september 2006 21:09 Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi. Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun drög að frumvarpi til laga um meðferð sakamála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að ákæruvaldið verði þrískipt, það er að viðbætist yfirsaksóknari sem gæfi út ákærur í ákveðnum. Einnig er í drögunum hugtakið nauðgun víkkað út. Í hegningarlögum í dag er kveðið á um nauðgun annars vegar og hins vegar misneytingu eins og sjá má hér, en ef frumvarpið verður að lögum verður ekki gerður greinarmunur þarna á. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur efasemdir um þetta. Hann telur ekki rétt að skilgreina það að gerandi nýti sér ástand fórnarlambsins og komi fram vilja sínum sem ofbeldi. Samkvæmt drögunum verður ekki lengur refsivert að hafa framfæri sitt af vændi, en refsivert verður að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberri auglýsingu. Þá stendur til að setja nálgunarbann undir sérlög, en ekki er verið að gera sérstakar breytingar á gildandi lögum að því að séð verður. Ýmsir hafa bent á að þungt geti verið í vöfum að fá nálgunarbann og vill til dæmis framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fara svokallaða austurrísku leið hvað varðar heimilisofbeldi, það er að lögreglu verði heimilt að fjarlægja ofbeldismann af heimili um hríð á meðan svigrúm gefst til að fá sett nálgunarbann á viðkomandi. Fréttir Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi. Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun drög að frumvarpi til laga um meðferð sakamála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að ákæruvaldið verði þrískipt, það er að viðbætist yfirsaksóknari sem gæfi út ákærur í ákveðnum. Einnig er í drögunum hugtakið nauðgun víkkað út. Í hegningarlögum í dag er kveðið á um nauðgun annars vegar og hins vegar misneytingu eins og sjá má hér, en ef frumvarpið verður að lögum verður ekki gerður greinarmunur þarna á. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur efasemdir um þetta. Hann telur ekki rétt að skilgreina það að gerandi nýti sér ástand fórnarlambsins og komi fram vilja sínum sem ofbeldi. Samkvæmt drögunum verður ekki lengur refsivert að hafa framfæri sitt af vændi, en refsivert verður að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberri auglýsingu. Þá stendur til að setja nálgunarbann undir sérlög, en ekki er verið að gera sérstakar breytingar á gildandi lögum að því að séð verður. Ýmsir hafa bent á að þungt geti verið í vöfum að fá nálgunarbann og vill til dæmis framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fara svokallaða austurrísku leið hvað varðar heimilisofbeldi, það er að lögreglu verði heimilt að fjarlægja ofbeldismann af heimili um hríð á meðan svigrúm gefst til að fá sett nálgunarbann á viðkomandi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira