Viðskipti innlent

Vísitala neysluverð hækkaði um 1,45 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,45 prósent á milli mánaða og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,48 prósent frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkaði verð á ferðum og flutningum um 5,2 prósent, þar af bensín um 6,5 prósent. Verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði hins vegar um 5,5 prósent á milli mánaða.

Þá hækkaði verð á nýjum bílum um 5,3 prósent á milli mánaða.

Verð á tækjum og öðrum vörum til tómstundaiðkunar hækkaði um 3,2 prósent.

Verð á eigin húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 1,8 prósent, þar af voru áhrif af hækkun vaxta 0,06 prósent en 0,25 prósent af hækkun markaðsverðs.

Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,4 prósent.

Vísitalan hefur hækkað um 3,8 prósent undanfarna þrjá mánuði en það jafngildir 15,9 prósenta verðbólgu á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×