Breska blaðið The Independent segir að franski varnarmaðurinn William Gallas sé tilbúinn til að kaupa sig út úr samningi sínum við Englandsmeistara Chelsea til að komast í burtu frá Englandi. Gallas á eitt ár og fimm milljónir punda eftir af samningi sínum, en er sagður vilja reyna fyrir sér á meginlandinu þar sem fjöldi liða hefur sýnt honum áhuga.

