Verðbólga á Írlandi 3,8 prósent 11. maí 2006 13:41 Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Hækkunin kom hagfræðingum á óvart og kenndu stjórnarandstöðuflokkar ríkisstjórn landsins um aukna verðbólgu í landinu. Húsnæðis- og eldsneytisverð á Írlandi hefur hækkað um 13,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en helstu ástæður hækkunarinnar má m.a. finna í stýrivaxtahækkun evrópska seðlabankans. Þá hafa skólagjöld og kostnaður tengdur heilsugæslu hækkað um 4,6 prósent á sama tímabili. Richard Bruton, talsmaður fjármála í írska stjórnarandstöðuflokkinum Fine Gael, sakaði ríkisstjórnina um að beita sér ekki gegn samráði fyrirtækja í fjármála- og olíugeiranum og benti hann á að hækkanirnar á Írlandi hafi verið meiri en meðaltalshækkanir á evrusvæðinu. „Ríkisstjórninni hefur mistekist að halda verði niðri. Henni hefur einnig mistekist að skapa samkeppnishæft umhverfi í þeim þáttum sem hún á að hafa eftirlit með,“ sagði hann og benti á að Írlans væri viðkvæmt gagnvart óheiðarlegum viðskiptaháttum stórfyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Hækkunin kom hagfræðingum á óvart og kenndu stjórnarandstöðuflokkar ríkisstjórn landsins um aukna verðbólgu í landinu. Húsnæðis- og eldsneytisverð á Írlandi hefur hækkað um 13,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en helstu ástæður hækkunarinnar má m.a. finna í stýrivaxtahækkun evrópska seðlabankans. Þá hafa skólagjöld og kostnaður tengdur heilsugæslu hækkað um 4,6 prósent á sama tímabili. Richard Bruton, talsmaður fjármála í írska stjórnarandstöðuflokkinum Fine Gael, sakaði ríkisstjórnina um að beita sér ekki gegn samráði fyrirtækja í fjármála- og olíugeiranum og benti hann á að hækkanirnar á Írlandi hafi verið meiri en meðaltalshækkanir á evrusvæðinu. „Ríkisstjórninni hefur mistekist að halda verði niðri. Henni hefur einnig mistekist að skapa samkeppnishæft umhverfi í þeim þáttum sem hún á að hafa eftirlit með,“ sagði hann og benti á að Írlans væri viðkvæmt gagnvart óheiðarlegum viðskiptaháttum stórfyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira