Tvöfalt dýrari íbúðalán 3. ágúst 2006 05:30 Séð yfir Reykjavík. Mikill kostnaður lendir á Íslendingum við lántöku vegna íbúðakaupa. Þingmenn kalla eftir frekari umræðum um málið. Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru töluvert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í samanburði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verðtryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslenska neytendur þurfa að taka á sig fórnarkostnað sem fylgi því að vera með máttlítinn gjaldmiðil. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnaðarmun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að lífeyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánunum sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verður að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerfið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum." Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru töluvert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í samanburði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verðtryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslenska neytendur þurfa að taka á sig fórnarkostnað sem fylgi því að vera með máttlítinn gjaldmiðil. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnaðarmun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að lífeyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánunum sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verður að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerfið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum."
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira