Viðskipti innlent

Auknar tekjur

Fjármálaráðuneytið
Fjármálaráðuneytið

Skattskyldar tekjur landsmanna námu 702 milljörðum króna árið 2005 og jukust um 16,8 prósent frá fyrra ári, segir í nýútkomnu Vefriti fjármálaráðuneytisins.

Heildarlaunagreiðslur Íslendinga námu 472 nilljörðum króna og jukust um þrettán prósent frá því í fyrra, eða sem nemur 8,5 prósentum á hvern launamann.

Greiðslur til einstaklinga úr lífeyrissjóðum námu rúmum 34 milljörðum króna. Greiðslur Tryggingastofnunar til lífeyrisþega og öryrkja námu 32 milljörðum króna til 47 þúsund einstaklinga.

Þá voru greiddir 2,4 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur. Það er einum milljarði minna en í fyrra en auk þess fækkaði bótaþegum um rúman fjórðung og eru nú átta þúsund og fjögur hundruð.

Fjármagnstekjur 85 þúsund landsmanna námu 120 milljörðum króna. Aukningin milli ára var tæplega sextíu prósent. Meira en helmingur fjármagnstekna er hagnaður af sölu hlutabréfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×