Innlent

Fjölgun öryrkja vekur furðu

Sigríður Lillý Baldursdóttir Sigríður segir að skoða verði fjölgun öryrkja í ljósi þess að atvinnuleysi hefur minnkað.
Sigríður Lillý Baldursdóttir Sigríður segir að skoða verði fjölgun öryrkja í ljósi þess að atvinnuleysi hefur minnkað.

Tryggingastofnun ríkisins greiddi 6,8 milljarða í örorkulífeyri árið 2005, rúmum átta prósentum meira en árið 2004.Örorkuþegum fjölgaði um 6,2 prósent milli ára og voru í ársbyrjun 12.755 talsins. Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar, segir þessar tölur koma á óvart.

„Menn hafa talið að mikið atvinnuleysi geti þýtt fjölgun örorkuþega, en þessar tölur sýna annað,“ segir Sigríður. „Talið hefur verið að atvinnulausir eigi á hættu að veikjast vegna álags eða verða atvinnulausir í kjölfar þess að verða öryrki. Það sem við sjáum núna er að þrátt fyrir minna atvinnuleysi eykst fjöldi öryrkja enn. Þetta sjáum við líka í nágrannalöndunum. Örorkan er nú til dags oft vegna streitutengdra sjúkdóma í kjölfar mikils álags í vinnunni og þjóðfélaginu.“

Greiðslur vegna atvinnuleysisbóta voru hærri en fjármálaráðuneytið tók fram í vefriti sínu í fyrradag, að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar hjá Vinnumála­stofnun. Alls fór 3,1 milljarður í atvinnuleysis­bætur árið 2005, sem er 1,1 milljarði minna en 2004.

„Það stefnir allt í að meðal­atvinnuleysi ársins 2006 verði 1,5 til 1,6 prósent, sem er mjög lítið, en greiðslur á árinu verða líklega um 3 milljarðar þrátt fyrir lækkunina vegna hækkunar bóta frá 1. júlí og tekjutengingar bótanna,“ segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×