Innlent

Búið að veiða 40 hrefnur

Hrefnuveiðar Veiðar sóttust hægt framan af tímabilinu sökum brælu.
Hrefnuveiðar Veiðar sóttust hægt framan af tímabilinu sökum brælu.

sjávarútvegur Búið er að veiða 40 hrefnur í ár af 50 dýra kvóta en hrefnuveiðitímabilinu lýkur 18. ágúst. Tímabilið, sem átti upphaflega að ljúka 4. ágúst, var framlengt sökum þess hve hægt veiðar sóttust framan af.

Samkvæmt áætlun Hafrannsóknarstofnunarinnar um vísindaveiðar má veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili sem lýkur á næsta ári. Alls hefur 141 hrefna verið veidd af þessum heildarkvóta.

Hrefnur eru veiddar á níu svæðum í kringum landið og hafa fjögur skip verið að veiðum lengst af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×