Innlent

Vitar á Norðausturlandi

Upplýsingaskilti um vita á Norðausturlandi hefur verið komið fyrir við Húsavíkurhöfn. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók skiltið formlega í notkun á föstudag.

Á skiltinu er að finna myndir og upplýsingar um vita á svæðinu frá Gjögurtáarvita í vestri og austur fyrir Langanes. Tilgangurinn er að vekja athygli á vitunum og umhverfi þeirra.

Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar, hafði forgöngu um málið með stuðningi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Siglingastofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×