Innlent

Áhyggjur vegna þurrka

Orkuverð í Noregi mun að öllum líkinum rjúka upp í haust þegar þarlendar vatnsaflsvirkjanir hafa ekki nægilega mikið vatn til að knýja rafala sökum mikilla þurrka undanfarið í Evrópu, að því er fram kemur í dagblaðinu Aftenposten.

Grunnvatnsstaða á Íslandi er langt yfir meðallagi, að sögn Óla Grétars Sveinssonar, deildarstjóra hjá Landsvirkjun. Hún er þó minni nú en oft áður þar sem hægur vindur í sumar nær ekki að bera rigningu inn á hálendið. Hægur vindur orsakar einnig stöðugt þokuloft yfir jöklum sem hægir á bráðnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×