Innlent

Eldri borgarar fá frítt í strætó

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur lýst sig reiðubúna til að taka við málefnum 67 ára og eldri frá ríkisvaldinu.

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir þetta hafa töluverðan kostnað í för með sér og þess vegna þurfi að semja um áframhaldandi fjárveitingu ríkisvaldsins til málaflokksins. „Við höfum ekki reiknað út kostnað sveitarfélagsins við þessar breytingar en með þessu er verið að framfylgja málefnasamningi meirihlutans á Akranesi.“

Þess má geta að bæjarfélagið hefur nú þegar fellt niður gjöld í strætó fyrir 67 ára og eldri og öryrkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×