Viðskipti innlent

Starbucks svitnar í hitabylgju

Starbucks kaffihús Hagnaður Starbucks nam ellefu milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi en olli greiningaraðilum vonbrigðum.
Starbucks kaffihús Hagnaður Starbucks nam ellefu milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi en olli greiningaraðilum vonbrigðum.

Bandaríski kaffihúsarisinn Starbuck kennir heitu veðri um að ekki gekk betur í júlí en raun ber vitni. Sala fyrirtækisins jókst um fjögur prósent miðað við sama tíma í fyrra, en sérfræðingar gerðu ráð fyrir allt að sjö prósenta söluaukningu.

Í tilkynningu frá Starbucks sagði að vegna hitabylgju hefðu fleiri en ella pantað kalda kaffidrykki. Slíkir drykkir tækju mun lengri tíma í framleiðslu en hefðbundnir kaffidrykkir og því hefði salan valdið vonbrigðum í mánuðinum.

Jim Donald forstjóri sagði að til stæði að ráða afleysingafólk í mestu sumarhitunum til að auka afköst Það er vissulega vandamál hversu langan tíma tekur að útbúa kalda kaffidrykki. Við vitum af vandamálinu og leitum allra leiða til að leysa það.

Hagnaður Starbucks nam engu að síður tæpum ellefu milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og jókst um sextán prósent frá því í fyrra. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að hlutabréf í Starbucks í Kauphöllinni í New York féllu um níu prósent er uppgjörið var kunngjört.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×