Viðskipti innlent

Stýrivextir óbreyttir vestra

Ben Bernanke Seðlabankastjóri Stýrivextir standa óbreyttir næsta mánuðinn eftir sautján mánaða tímabil samfelldra vaxtahækkana.
Ben Bernanke Seðlabankastjóri Stýrivextir standa óbreyttir næsta mánuðinn eftir sautján mánaða tímabil samfelldra vaxtahækkana.

Stýrivextir í Bandaríkjunum standa óbreyttir í Bandaríkjunum næsta mánuðinn eftir sautján mánaða tímabil samfelldra hækkana. Stýrivextir standa nú 5,25 prósentum en höfðu áður verið hækkaðir um fjórðung úr prósenti sautján mánuði í röð.

Tímabil vaxtahækkana, sem hófst í júní 2004 þegar stýrivextir stóðu í einu prósent, virðist því á enda runnið. Sérfræðingar eru þó ekki á einu máli um hvað lesi megi úr ákvörðun Bens Bernanke seðlabankastjóra. Mér sýnist sem Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að stýrivaxtahækkanir kæfi allan vöxt í hagkerfinu, sagði einn sérfræðingurinn.

Þetta er engin stefnubreyting. Frekar má tala um stutt hlé á vaxtahækkunum, sagði annar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×