Innlent

Eiturefni sendu tvo á slysadeild

Ikea í garðabæ Vinna var stöðvuð á svæðinu á meðan húsið var loftræst.
Ikea í garðabæ Vinna var stöðvuð á svæðinu á meðan húsið var loftræst.

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að eiturgufur mynduðust í nýbyggingu Ikea í Garðabæ í gær. Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins mun hafa verið unnið með akrýlgrunna og þeim blandað í röngum hlutföllum með fyrrgreindum afleiðingum.

Slökkviliðið sendi dælubíl, neyðarbíl og tvo sjúkrabíla á staðinn klukkan tíu í gærmorgun og vann dælubíllinn að því að loftræsta húsið fram til klukkan eitt. Vinna var stöðvuð á meðan.

Eitrun mannanna var minniháttar og voru þeir útskrifaðir af slysadeild skömmu eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×