Innlent

Ragnar sækir um aðgang

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sótti á þriðjudag formlega um aðgang að gögnum um símahleranir í kalda stríðinu, sem nýlega voru flutt úr dómsmálaráðuneytinu í Þjóðskjalasafn. Ráðuneytið sendi frá sér gögnin nokkrum dögum áður en fyrri beiðni Ragnars var formlega hafnað, á þeim forsendum að þau væru ekki í ráðuneytinu lengur.

Ragnar segir að lögum samkvæmt hefði átt að tilkynna þeim sem hleraðir voru að það hefði verið gert. „Sumt fólk var hlerað ítrekað, en aldrei var gerð frekari lögreglurannsókn eða ákæra lögð fram,“ segir Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×