Innlent

Húsvagnar sífellt vinsælli

Tjaldvagn Húsvagnarnir hafa tekið við af tjöldunum, að sögn Gunnlaugs Ingibergssonar hjá Seglagerðinni Ægi.
Tjaldvagn Húsvagnarnir hafa tekið við af tjöldunum, að sögn Gunnlaugs Ingibergssonar hjá Seglagerðinni Ægi.

 „Það er alltaf selt meira af húsvögnum en árið áður,“ segir Gunnlaugur Ingibergsson hjá Seglagerðinni Ægi, sem selja tjaldvagna, fellihýsi, pallhýsi, hjólhýsi og húsbíla. „Hjólhýsin hafa verið sérstaklega vinsæl, en áður fyrr voru þetta bara tjaldvagnar og fellihýsi. Við erum bara með samkomutjöld til leigu en seljum engin tjöld. Við hættum því vegna minnkandi eftirspurnar.“

Að sögn Gísla Páls Hannessonar, verslunarstjóra Útilífs í Glæsibæ, selst svipað mikið af tjöldum nú í sumar og í fyrra. „Við seljum hvað mest af fjölskyldutjöldum, fjögurra eða sex manna. Svo seldist náttúrlega talsvert af ódýrari tjöldunum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gísli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×