Árás á stúlku á leið í vinnu 11. ágúst 2006 06:15 Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu. Innlent Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu.
Innlent Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira