Sjálfsagt að skoða tillögur 11. ágúst 2006 07:00 Laxárvirkjun Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir aðstæður til orkuframleiðslu hér á landi sérstakar vegna smæðar samfélagsins og fjarlægðar frá öðrum löndum. Erfitt sé um virka samkeppni. „Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira