Selja helmingi minna af kjöti 12. ágúst 2006 07:30 Útflutningur Norðlenska á dilkakjöti til Bandaríkjanna verður helmingi minni í ár en í fyrra vegna aukinnar neyslu innanlands og lágs gengis Bandaríkjadals. Norðlenska er eini aðilinn sem flytur út lambakjöt til Bandaríkjanna og því er fyrirséð að ekki verði hægt að fullnægja eftirspurn þar, en mikið hefur verið lagt í uppbyggingu markaðarins undanfarin ár. „Það má líkja þessu við uppskerubrest, það er minna til útflutnings vegna aukinnar neyslu innanlands og menn eru lengi að auka framleiðsluna,“ segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. „Landbúnaðarráðuneytið ákvað að útflutningskvöðin yrði tíu prósent í ár en hún var átján prósent í fyrra, svo við munum flytja alls út um 160 tonn miðað við 370 árið 2005.“ Bændur fá hærra verð fyrir kjöt selt á innanlandsmarkaði en á útflutningsmarkaði. Meiri áhersla verður lögð á útflutning á markaði Norðlenska í Færeyjum og Bretlandi, sem eru hagstæðari en Bandaríkjamarkaður vegna lágs gengis Bandaríkjadals. „Við töpuðum á útflutningi til Bandaríkjanna í fyrra en högnuðumst í hitteðfyrra þegar dollarinn var sterkari. Eins og ástandið er núna jafngildir þetta því að þessi viðskipti við Bandaríkjamarkað væru á fjörutíu prósenta afslætti,“ segir Sigmundur. Innlent Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Útflutningur Norðlenska á dilkakjöti til Bandaríkjanna verður helmingi minni í ár en í fyrra vegna aukinnar neyslu innanlands og lágs gengis Bandaríkjadals. Norðlenska er eini aðilinn sem flytur út lambakjöt til Bandaríkjanna og því er fyrirséð að ekki verði hægt að fullnægja eftirspurn þar, en mikið hefur verið lagt í uppbyggingu markaðarins undanfarin ár. „Það má líkja þessu við uppskerubrest, það er minna til útflutnings vegna aukinnar neyslu innanlands og menn eru lengi að auka framleiðsluna,“ segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. „Landbúnaðarráðuneytið ákvað að útflutningskvöðin yrði tíu prósent í ár en hún var átján prósent í fyrra, svo við munum flytja alls út um 160 tonn miðað við 370 árið 2005.“ Bændur fá hærra verð fyrir kjöt selt á innanlandsmarkaði en á útflutningsmarkaði. Meiri áhersla verður lögð á útflutning á markaði Norðlenska í Færeyjum og Bretlandi, sem eru hagstæðari en Bandaríkjamarkaður vegna lágs gengis Bandaríkjadals. „Við töpuðum á útflutningi til Bandaríkjanna í fyrra en högnuðumst í hitteðfyrra þegar dollarinn var sterkari. Eins og ástandið er núna jafngildir þetta því að þessi viðskipti við Bandaríkjamarkað væru á fjörutíu prósenta afslætti,“ segir Sigmundur.
Innlent Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira