Innlent

Verðbólga mælist 8,1%

Vísitala neysluverðs nú í ágúst er 264 stig og hækkaði um 0,34 prósent frá því í júlí.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 243,7 stig og hækkaði um 0,28 prósent frá júlí. Þá hækkaði verð á dagvörum um 0,9 prósent og viðhaldsliður húsnæðis hækkaði um 3,5 prósent.

Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,6 prósent en vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 7,1 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um tvö prósent sem jafngildir 8,1 prósenta verðbólgu á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×