Ítalir vilja leiða friðargæslu 22. ágúst 2006 07:00 Ehud Olmert Forsætisráðherrann fór í þyrluflug í gær og heimsótti þau ísraelsku bæjarfélög við landamæri Líbanons sem verst komu út úr átökunum. MYND/AP Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess. Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess.
Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira