Viðskipti erlent

Þjóðverjar svartsýnir

Angela Merkel, kanslari þýskalands, hrósaði auknum hagvexti í Þýskalandi í gær. Þjóðverjar hafa ekki haft minni væntingar um horfur í efnahagsmálum í fimm ár.
Angela Merkel, kanslari þýskalands, hrósaði auknum hagvexti í Þýskalandi í gær. Þjóðverjar hafa ekki haft minni væntingar um horfur í efnahagsmálum í fimm ár. Mynd/AP

Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum.

Verðhækkanir á olíu hafa komið illa við buddu neytenda auk þess sem búist er við að hækkun á virðisaukaskatti um þrjú prósentustig næstu áramót komi illa við landsmenn.

Þá eru líkur taldar á að hátt gengi evrunnar og hæging á hagvexti í Bandaríkjunum muni skila sér í minni útflutningi vestur um haf.

Fastlega var búist við því að væntingavísitalan myndi lækka en ekki var búist við jafn dræmum væntingum og raunin varð.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók fréttum um aukinn hagvöxt fagnandi í fyrradag og sagði Þýskaland ekki lengur veiki maðurinn í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×