Viðskipti innlent

Minni verðbréfakaup að utan

Frá Lundúnum
Verðbréfakaup erlendra aðila á Íslandi drógust saman um tæp fjörutíu prósent milli fyrsta og annars ársfjórðungs.
Frá Lundúnum Verðbréfakaup erlendra aðila á Íslandi drógust saman um tæp fjörutíu prósent milli fyrsta og annars ársfjórðungs.

Heildarviðskipti erlendra aðila með innlend verðbréf námu rúmum 6,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Verðbréfaviðskipti erlendra aðila hér á landi hafa dregist saman um þrjátíu og átta prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Erlendir fjárfestar keyptu skuldabréf fyrir rúma 5,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en hlutabréf fyrir 422 milljónir.

Í Morgunkornum Glitnis segir að neikvæð umræða um íslenskt fjármálakerfi í erlendum fjölmiðlum virðist hafa haft áhrif á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Þá hafi veiking krónunnar ekki bætt úr skák og hvatt erlenda fjárfesta til að innleysa eignir sínar í innlendum verðbréfum.

Seðlabankinn birti ekki alls fyrir löngu tölur um fjármunaeign erlendra aðila hér á landi. Athygli vakti að um fimmtung erlendrar fjárfestingar hér á landi má rekja til lágskattasvæða á borð við Ermarsundseyjuna Guernsey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×