Upplausn ríkir víða í Mexíkó 23. ágúst 2006 07:30 Kennari í kjarabaráttu Notast er við teygjubyssur, rör, planka og kylfur, í hinni harðvítugu kjarabaráttu sem nú virðist vera að breytast í allsherjar uppreisn í hinni gömlu Oaxaca-borg. MYND/AP Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu. Erlent Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu.
Erlent Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira