Erfitt verkefni framundan 27. ágúst 2006 07:30 Ólafur Þ. Harðarson „Það vekur athygli að Framsóknarflokkurinn er enn með svipað fylgi, svo flokksþing þeirra hefur ekkert híft flokkinn upp. Framsókn á erfiðan vetur fyrir höndum ef þeir eiga að ná kosningafylginu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir niðurstöðu könnunarinnar ekki vera góða fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir teikn á lofti um að stjórnin haldi ekki velli í næstu alþingiskosninum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt fengið hærra í könnunum en í kosningum. Fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu er nánast jafnt, eins og það hefur verið allt kjörtímabilið. Það gæti bent til þess að stjórnin haldi ekki velli í næstu kosningum,“ segir Ólafur. „Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa nær alltaf haft tvo þriðju atkvæða. Það sem við sjáum núna er að þeir eru einungis með um helming atkvæða og gætu misst meirihluta eftir kosningar. Það var óhugsandi lengst af síðustu öld,“ bætir hann við. Ólafur segir útkomuna góða fyrir Vinstri græn en bendir á að þau fái oft meira fylgi í könnunum en kemur upp úr kjörkössum. Annað eigi við um Frjálslynda flokkinn sem mælist oft lægri í könnunum en í kosningum. Útkoma könnunarinnar er ekki góð fyrir Samfylkinguna að mati Ólafs. „Samfylkingin er talsvert undir kosningafylginu, sem er ekki gott fyrir stjórnarandstöðuflokk,“ segir Ólafur. Hann bendir þó á að langt sé í kosningar og forspárgildi könnunar núna hafi lítið gildi. Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
„Það vekur athygli að Framsóknarflokkurinn er enn með svipað fylgi, svo flokksþing þeirra hefur ekkert híft flokkinn upp. Framsókn á erfiðan vetur fyrir höndum ef þeir eiga að ná kosningafylginu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir niðurstöðu könnunarinnar ekki vera góða fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir teikn á lofti um að stjórnin haldi ekki velli í næstu alþingiskosninum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt fengið hærra í könnunum en í kosningum. Fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu er nánast jafnt, eins og það hefur verið allt kjörtímabilið. Það gæti bent til þess að stjórnin haldi ekki velli í næstu kosningum,“ segir Ólafur. „Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa nær alltaf haft tvo þriðju atkvæða. Það sem við sjáum núna er að þeir eru einungis með um helming atkvæða og gætu misst meirihluta eftir kosningar. Það var óhugsandi lengst af síðustu öld,“ bætir hann við. Ólafur segir útkomuna góða fyrir Vinstri græn en bendir á að þau fái oft meira fylgi í könnunum en kemur upp úr kjörkössum. Annað eigi við um Frjálslynda flokkinn sem mælist oft lægri í könnunum en í kosningum. Útkoma könnunarinnar er ekki góð fyrir Samfylkinguna að mati Ólafs. „Samfylkingin er talsvert undir kosningafylginu, sem er ekki gott fyrir stjórnarandstöðuflokk,“ segir Ólafur. Hann bendir þó á að langt sé í kosningar og forspárgildi könnunar núna hafi lítið gildi.
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira