Frjálslyndir tapa miklu fylgi 27. ágúst 2006 08:15 Frjálslyndi flokkurinn missir mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn, sem hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, nýtur nú fylgis 2,1 prósents svarenda. Ekki hafa færri sagst myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri boðað til þingkosninga nú, síðan í febrúar 2003, þegar fylgi flokksins mældist 1,8 prósent í könnun blaðsins. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 28. júní, sögðust 6,2 prósent myndu kjósa flokkinn sem er rúmlega fjórum prósentustigum meira en nú. Mest fylgi missir flokkurinn meðal íbúa á landsbyggðinni og kvenna. Fylgi meðal íbúa á landsbyggðinni er nú 6,1 prósentustigi minna en í síðustu könnun og segjast nú 1,6 prósent þeirra myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá er fylgi meðal kvenna 5,5 prósentustigum minnan nú en í síðustu könnun og segjast 0,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi flokkurinn einungis fá einn þingmann kjörinn. Fylgi Samfylkingar eykst nokkuð eftir að hafa dalað nokkuð samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. 28,0 prósent svarenda segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 24,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessu gæti flokkurinn fengið 18 þingmenn kjörna. Fylgi Samfylkingar er þó ekki komið í kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Mest bætir flokkurinn við sig fylgi meðal karla, en 26,5 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna í stað 19,7 prósenta í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig tæplega fimm prósentustigum á landsbyggðinni. Nú segjast 26,5 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn í stað 21,6 prósenta áður. Vinstri grænir bæta einnig við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og segjast nú 18,8 prósent svarenda myndu kjósa flokkinn, en fylgi við Vinstri græn var 14,8 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt þessu hefur flokkurinn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar 8,8 prósent kusu Vinstri græn. Samkvæmt þessari niðurstöðu gæti flokkurinn fengið 12 þingmenn kjörna. Mest bætir flokkurinn við sig meðal kvenna. Nú segist 24,1 prósent kvenna myndu kjósa Vinstri græn, en fylgi meðal kvenna var 12,4 prósent í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig 7,3 prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu, en 22 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast nú myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 14,7 prósent í síðustu könnun. Þá missir flokkurinn örlítið fylgi meðal karla, en nú segjast 14,7 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn, en í júní var hlutfallið 17,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið að bæta við sig fylgi síðan í nóvember á síðasta ári, dalar aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 39,8 prósent svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er 2,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Ef þetta væru niðurstöður kosninga gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 þingmenn kjörna. Mesta breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er meðal kvenna sem dalar um tæp níu prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 34 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 42,6 prósent í síðustu könnun. Því er aftur kominn nokkur kynjamunur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sem mældist ekki í síðustu könnun, en 44,3 prósent karla segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun og segjast nú 40,0 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks frá síðustu könnun, en í millitíðinni hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn nýr formaður flokksins, Guðni Ágústsson var áfram kjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kjörinn ritari. Þá hefur Framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir verið sökuð um að stinga skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar undir stól í fréttum að undanförnu. 10,7 prósent kjósenda segjast nú myndu kjósa flokkinn sem er 0,1 prósentustigi meira en í síðustu könnun og gæti flokkurinn samkvæmt því fengið sjö þingmenn kjörna. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu samkvæmt þessu fá 50,5 prósent atkvæða og 32 þingmenn kjörna og núverandi meirihluti myndi því halda. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega milli kjördæma. 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn missir mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn, sem hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, nýtur nú fylgis 2,1 prósents svarenda. Ekki hafa færri sagst myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri boðað til þingkosninga nú, síðan í febrúar 2003, þegar fylgi flokksins mældist 1,8 prósent í könnun blaðsins. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 28. júní, sögðust 6,2 prósent myndu kjósa flokkinn sem er rúmlega fjórum prósentustigum meira en nú. Mest fylgi missir flokkurinn meðal íbúa á landsbyggðinni og kvenna. Fylgi meðal íbúa á landsbyggðinni er nú 6,1 prósentustigi minna en í síðustu könnun og segjast nú 1,6 prósent þeirra myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá er fylgi meðal kvenna 5,5 prósentustigum minnan nú en í síðustu könnun og segjast 0,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi flokkurinn einungis fá einn þingmann kjörinn. Fylgi Samfylkingar eykst nokkuð eftir að hafa dalað nokkuð samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. 28,0 prósent svarenda segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 24,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessu gæti flokkurinn fengið 18 þingmenn kjörna. Fylgi Samfylkingar er þó ekki komið í kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Mest bætir flokkurinn við sig fylgi meðal karla, en 26,5 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna í stað 19,7 prósenta í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig tæplega fimm prósentustigum á landsbyggðinni. Nú segjast 26,5 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn í stað 21,6 prósenta áður. Vinstri grænir bæta einnig við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og segjast nú 18,8 prósent svarenda myndu kjósa flokkinn, en fylgi við Vinstri græn var 14,8 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt þessu hefur flokkurinn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar 8,8 prósent kusu Vinstri græn. Samkvæmt þessari niðurstöðu gæti flokkurinn fengið 12 þingmenn kjörna. Mest bætir flokkurinn við sig meðal kvenna. Nú segist 24,1 prósent kvenna myndu kjósa Vinstri græn, en fylgi meðal kvenna var 12,4 prósent í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig 7,3 prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu, en 22 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast nú myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 14,7 prósent í síðustu könnun. Þá missir flokkurinn örlítið fylgi meðal karla, en nú segjast 14,7 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn, en í júní var hlutfallið 17,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið að bæta við sig fylgi síðan í nóvember á síðasta ári, dalar aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 39,8 prósent svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er 2,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Ef þetta væru niðurstöður kosninga gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 þingmenn kjörna. Mesta breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er meðal kvenna sem dalar um tæp níu prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 34 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 42,6 prósent í síðustu könnun. Því er aftur kominn nokkur kynjamunur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sem mældist ekki í síðustu könnun, en 44,3 prósent karla segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun og segjast nú 40,0 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks frá síðustu könnun, en í millitíðinni hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn nýr formaður flokksins, Guðni Ágústsson var áfram kjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kjörinn ritari. Þá hefur Framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir verið sökuð um að stinga skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar undir stól í fréttum að undanförnu. 10,7 prósent kjósenda segjast nú myndu kjósa flokkinn sem er 0,1 prósentustigi meira en í síðustu könnun og gæti flokkurinn samkvæmt því fengið sjö þingmenn kjörna. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu samkvæmt þessu fá 50,5 prósent atkvæða og 32 þingmenn kjörna og núverandi meirihluti myndi því halda. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega milli kjördæma. 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira