Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran 27. ágúst 2006 07:45 Mahmoud Ahmadinejad vígir verksmiðjuna Íransforseti sést hér vígja þungavatnsverksmiðjuna í miðhluta Írans. Hann segir kjarnorkuáætlun þjóðarinnar ekki ógna öðrum ríkjum, en Ísraelar og bandamenn þeirra taka ekki í sama streng. MYND/AP Mið-Austurlönd Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vígði í gær þungavatnsverksmiðju í bænum Arak í miðhluta Írans. Þungavatnsverkmiðjan verður notuð til að kæla kjarnaofn sem er í byggingu nálægt verksmiðjunni. Forsetinn sagði við tækifærið að Íransstjórn myndi „aldrei“ hætta við kjarnorkuáætlun sína og að tilgangur hennar væri alls ekki hernaðarlegs eðlis. Hann sendi vesturveldunum tóninn og sagði að svo gæti farið að Íranir yrðu beittir viðskiptaþvingunum en að þróun og tækniframförum yrði ekki haldið frá þeim. Kjarnorkuáætlunin ógnaði ekki öðrum þjóðum, „ekki einu sinni stjórn síonista, sem er augljós óvinur svæðisins“. Ráðamenn margra annarra ríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Ísraels, óttast að ríkisstjórn Írans ætli sér að framleiða kjarnorkusprengjur og sagði einn ísraelskur þingmaður í gær að verksmiðjan væri „enn eitt skrefið“ í átt að því að Íranar framleiddu kjarnorkusprengju. Hann sagði einnig að aðgerðir alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írana væru ófullnægjandi og því væri nauðsynlegt fyrir Ísraelsmenn að „undirbúa sig með viðhlítandi hætti“. Ísraelsk yfirvöld gáfu ekki út yfirlýsingu vegna málsins í gær, en opinber stefna ísraelskra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að reyna að semja við Íransstjórn um aðra lausn á orkuþörf landsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað írönskum yfirvöldum að hætta tilraunum sínum um auðgun úrans og eiga ráðamenn í Teheran að verða við því fyrir næstkomandi fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur segja það líklega ekki tilviljun að verksmiðjan hafi verið vígð svo skömmu áður en frestur íranskra yfirvalda rennur út; þau vilji ögra öryggisráðinu. Fyrir fjórum árum komst bærinn Arak í sviðsljósið þegar íranskur útlagi ljóstraði upp um kjarnorkustarfsemi Íransstjórnar þar, en hún hafði aldrei verið kynnt fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Stefnt er á að kjarnaofninn verði gangsettur árið 2009. Erlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Mið-Austurlönd Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vígði í gær þungavatnsverksmiðju í bænum Arak í miðhluta Írans. Þungavatnsverkmiðjan verður notuð til að kæla kjarnaofn sem er í byggingu nálægt verksmiðjunni. Forsetinn sagði við tækifærið að Íransstjórn myndi „aldrei“ hætta við kjarnorkuáætlun sína og að tilgangur hennar væri alls ekki hernaðarlegs eðlis. Hann sendi vesturveldunum tóninn og sagði að svo gæti farið að Íranir yrðu beittir viðskiptaþvingunum en að þróun og tækniframförum yrði ekki haldið frá þeim. Kjarnorkuáætlunin ógnaði ekki öðrum þjóðum, „ekki einu sinni stjórn síonista, sem er augljós óvinur svæðisins“. Ráðamenn margra annarra ríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Ísraels, óttast að ríkisstjórn Írans ætli sér að framleiða kjarnorkusprengjur og sagði einn ísraelskur þingmaður í gær að verksmiðjan væri „enn eitt skrefið“ í átt að því að Íranar framleiddu kjarnorkusprengju. Hann sagði einnig að aðgerðir alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írana væru ófullnægjandi og því væri nauðsynlegt fyrir Ísraelsmenn að „undirbúa sig með viðhlítandi hætti“. Ísraelsk yfirvöld gáfu ekki út yfirlýsingu vegna málsins í gær, en opinber stefna ísraelskra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að reyna að semja við Íransstjórn um aðra lausn á orkuþörf landsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað írönskum yfirvöldum að hætta tilraunum sínum um auðgun úrans og eiga ráðamenn í Teheran að verða við því fyrir næstkomandi fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur segja það líklega ekki tilviljun að verksmiðjan hafi verið vígð svo skömmu áður en frestur íranskra yfirvalda rennur út; þau vilji ögra öryggisráðinu. Fyrir fjórum árum komst bærinn Arak í sviðsljósið þegar íranskur útlagi ljóstraði upp um kjarnorkustarfsemi Íransstjórnar þar, en hún hafði aldrei verið kynnt fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Stefnt er á að kjarnaofninn verði gangsettur árið 2009.
Erlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira