Sport

Gravesen orðaður við Manchester United

Thomas Gravesen hefur sagt að hann vilji gjarnan snúa aftur til Englands, þar sem hann gerði gott mót með Everton á síðustu leiktíð
Thomas Gravesen hefur sagt að hann vilji gjarnan snúa aftur til Englands, þar sem hann gerði gott mót með Everton á síðustu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen er nú sterklega orðaður við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, en hann lýsti því yfir í gær að hann vildi fara frá Real Madrid á Spáni, þar sem hann hefur fá tækifæri fengið í vetur.

Danska blaðið Ekstra Bladet heldur því fram í dag að United hafi þegar boðið spænska liðinu 3,8 milljónir evra í leikmanninn, en segja að Real vilji fá meira fyrir leikmanninn sem sló í gegn með spútnikliði Everton á síðustu leiktíð.

Þjálfari Real Madrid segir það koma sér á óvart að Gravesen skuli fara fram á sölu, því hann sé mikill og góður atvinnumaður. Hann segir þó að ef menn séu ekki fullkomlega sáttir við stöðu sína hjá liðinu, þýði lítið annað en að láta þá fara.

Gravesen hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Real síðan Vanderlei Luxemburgo var látinn fara frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×