Viðskipti erlent

Nýr yfir­maður Vodafone í Evrópu

merki vodafone Fjárfestar segja líkur á að nýr yfirmaður Evrópudeildar farsímarisans Vodafone geti tekið við af forstjóranum Arun Sarin í framtíðinni.
merki vodafone Fjárfestar segja líkur á að nýr yfirmaður Evrópudeildar farsímarisans Vodafone geti tekið við af forstjóranum Arun Sarin í framtíðinni.

Vittorio Colao hefur verið ráðinn yfirmaður farsímarisans Vodafone í Evrópu og mun hefja störf í október. Colao tekur við af Bill Morrow, fyrrum yfirmanni Vodafone í Evrópu, sem lét af skyndilega af störfum hjá farsímarisanum af persónulegum ástæðum í júlí.

Colao, sem er ítalskur, er forstjóri ítalska fjölmiðlafyrirtækisins RCS Media Group en hafði áður gegnt ýmsum stöðum hjá Vodafone. Meðal annars var hann yfirmaður farsímarisans í Suður-Evrópu, Mið-Austurlöndum og í Afríku. Colao mun sömuleiðis taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu af Julian Horn-Smith, sem hætti störfum fyrir skömmu.

Fjárfestar segja ráðningu Colaos jákvætt skref fyrir Vodafone og svo geti farið að hann taki við af Arun Sarin, forstjóra farsímarisans. Sarin hefur verið undir miklum þrýstingi vegna slakrar afkomu fyrirtæksins á síðasta rekstrarári. Afkoman var neikvæð um 21,9 milljarða punda, jafnvirði tæplega 2.900 milljarða íslenskra króna, en það er mesta tap í evrópski fyrirtækjasögu.

Gengi hlutabréfa í Vodafone hækkuðu um 0,4 prósent í Kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi í gær vegna frétta og stendur í 114,5 pensum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×