Íslendingar gengu á "þaki heimsins" 6. september 2006 07:15 Hallgrímur Magnússon Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Tindurinn var fyrst klifinn árið 1928 af þremur Þjóðverjum en er nú vinsæll hjá lengra komnum fjallaklifrurum. Ganga tvímenningana er þó utan hefðbundins ferðamannatíma og af fjórum leiðöngrum sem voru að flækjast á fjallinu á sama tíma náðu þeir einir á tindinn, enda vel sjóaðir úr íslenskum aðstæðum. Rússneskur leiðsögumaður sem hafði verið með mexíkönskum hópi flaut með Íslendingunum á toppinn, því Mexíkóarnir höfðu gefist upp og snúið við. Á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is) má fylgjast með ferðum garpanna, en þeir hafa samband einu sinni á dag í gegnum gervihnattarsíma. Nú tekur við löng og ströng ganga til byggða. Óvönum ferðalöngum hættir oft til að vera kærulausir á niðurleiðinni en það á varla við um þá Hallgrím og Leif því fáir hafa meiri reynslu af fjallamennsku en félagarnir. Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Tindurinn var fyrst klifinn árið 1928 af þremur Þjóðverjum en er nú vinsæll hjá lengra komnum fjallaklifrurum. Ganga tvímenningana er þó utan hefðbundins ferðamannatíma og af fjórum leiðöngrum sem voru að flækjast á fjallinu á sama tíma náðu þeir einir á tindinn, enda vel sjóaðir úr íslenskum aðstæðum. Rússneskur leiðsögumaður sem hafði verið með mexíkönskum hópi flaut með Íslendingunum á toppinn, því Mexíkóarnir höfðu gefist upp og snúið við. Á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is) má fylgjast með ferðum garpanna, en þeir hafa samband einu sinni á dag í gegnum gervihnattarsíma. Nú tekur við löng og ströng ganga til byggða. Óvönum ferðalöngum hættir oft til að vera kærulausir á niðurleiðinni en það á varla við um þá Hallgrím og Leif því fáir hafa meiri reynslu af fjallamennsku en félagarnir.
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira