Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa 7. september 2006 07:45 Hátt matarverð getur lækkað Afnám innflutningstolla og stuðnings við landbúnaðinn myndi stuðla að lægra matarverði hér á landi. Þetta er mat Ágústs Einarssonar prófessors og Thomas Svaton, framkvæmdastjóra í Svíþjóð. MYND/Heiða Matarverð lækkar á Íslandi ef Íslendingar gera eins og Svíar, afnema tolla og vörugjöld og lækka virðisaukaskatt. Þetta er mat Thomas Svaton, framkvæmdastjóra samtaka um verslun og þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá þróun matarverðs í Svíþjóð frá árinu 1990 á fundi hjá Samtökum verslunar og þjónustu nú í morgunsárið. Innganga í Evrópusambandið myndi líka stuðla að lægra matvöruverði, að mati Svaton, sem bendir á að íslenskir bændur fengju stuðning frá ESB með sama hætti og sænskir bændur hafa fengið. Hann telur líklegt að innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar, á borð við Lidl, hefði örvandi áhrif á samkeppnina. Matvöruverð hefur lækkað verulega í Svíþjóð frá árinu 1990 þegar sænska ríkið ákvað að hætta stuðningi og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Árið 1995 gengu Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu um leið virðisaukaskatt á mat úr tuttugu og fimm prósentum í tólf prósent. Sænskur matvælaiðnaður hafði þá gengið í gegnum mikla hagræðingu og tekist að lækka kostnað sinn. Matarverð lækkaði verulega. Matarverð hélst stöðugt á árunum 1995-2003 og fór heldur hækkandi ef eitthvað var. Árið 2003 sótti þýska lágvöruverðskeðjan Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð. Matarverð fór lækkandi áður en Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl hefur í dag tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild í Svíþjóð og matvöruverðið fer stöðugt niður á við. „Tilhugsunin ein um að Lidl komi til Íslands hefur áhrif á matvælaverðið,“ segir Svaton. „Ef Lidl sækir um lóð í Reykjavík kemur það verðlækkun af stað. Það sáum við í Svíþjóð,“ segir hann og telur Lidl til alls trúandi. Keðjan opni sex hundruð verslanir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur hátt matvælaverð „heimatilbúinn“ vanda, lausnirnar séu til, aðeins vanti viljann til að framkvæma. Ágúst telur matarverð lækka með lægri tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á matvælum. Einnig geti umbætur í landbúnaði skilað lægra verði. „Mikilvægasta þróunaraðstoðin sem við getum veitt er að létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann. Innlent Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Matarverð lækkar á Íslandi ef Íslendingar gera eins og Svíar, afnema tolla og vörugjöld og lækka virðisaukaskatt. Þetta er mat Thomas Svaton, framkvæmdastjóra samtaka um verslun og þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá þróun matarverðs í Svíþjóð frá árinu 1990 á fundi hjá Samtökum verslunar og þjónustu nú í morgunsárið. Innganga í Evrópusambandið myndi líka stuðla að lægra matvöruverði, að mati Svaton, sem bendir á að íslenskir bændur fengju stuðning frá ESB með sama hætti og sænskir bændur hafa fengið. Hann telur líklegt að innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar, á borð við Lidl, hefði örvandi áhrif á samkeppnina. Matvöruverð hefur lækkað verulega í Svíþjóð frá árinu 1990 þegar sænska ríkið ákvað að hætta stuðningi og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Árið 1995 gengu Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu um leið virðisaukaskatt á mat úr tuttugu og fimm prósentum í tólf prósent. Sænskur matvælaiðnaður hafði þá gengið í gegnum mikla hagræðingu og tekist að lækka kostnað sinn. Matarverð lækkaði verulega. Matarverð hélst stöðugt á árunum 1995-2003 og fór heldur hækkandi ef eitthvað var. Árið 2003 sótti þýska lágvöruverðskeðjan Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð. Matarverð fór lækkandi áður en Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl hefur í dag tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild í Svíþjóð og matvöruverðið fer stöðugt niður á við. „Tilhugsunin ein um að Lidl komi til Íslands hefur áhrif á matvælaverðið,“ segir Svaton. „Ef Lidl sækir um lóð í Reykjavík kemur það verðlækkun af stað. Það sáum við í Svíþjóð,“ segir hann og telur Lidl til alls trúandi. Keðjan opni sex hundruð verslanir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur hátt matvælaverð „heimatilbúinn“ vanda, lausnirnar séu til, aðeins vanti viljann til að framkvæma. Ágúst telur matarverð lækka með lægri tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á matvælum. Einnig geti umbætur í landbúnaði skilað lægra verði. „Mikilvægasta þróunaraðstoðin sem við getum veitt er að létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann.
Innlent Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent