Viðskipti erlent

Styrkja norska lífeyrissjóðinn

Norska fjármálaráðuneytið hefur sett á fót sérstakt eignastýringasvið sem ber ábyrgð á fjárfestingarstefnu norska ríkislífeyrissjóðsins og framkvæmd hennar. Nýja deildin hefur einnig umsjón með því að framfylgja og endurskoða siðareglur sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn skiptist í tvær deildir; innlendar fjárfestingar og erlendar fjárfestingar, en undir þær fellur gamli Olíusjóðurinn. "Það er markmið ráðuneytisins að norski ríkislífeyrissjóðurinn verði best rekni sjóður í heimi," segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Norski seðlabankinn greindi frá því að hann myndi kaupa daglega um níu milljarða króna í gjaldeyri sem varið verður til fjárfestinga í erlendum verðbréfum. - eþa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×