Fær lyf þrátt fyrir skuldir 9. september 2006 04:30 Magnús Pétursson, forstjóri landspítalans Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár. Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár.
Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira