Innlent

Staðfestir ekki flugvélaeftirlit

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að Bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið. Þetta kom fram í fréttum NFS í gær.

Ekkert eftirlit er hér á landi með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum á Íslandi. Kerfið var sett upp til að verjast ómerktum flugvélum sem reyna að laumast inn í lofthelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×