Við vinnum fyrir laununum okkar 10. september 2006 09:30 Jones Flottur með slaufuna. Dhani Jones er stórstjarna í Bandaríkjunum en hann leikur í vörninni hjá liði Philadelphia Eagles sem hefur verið eitt af betri liðunum í NFL-deildinni síðustu ár. Hann hóf feril sinn hjá New York Giants og var hann í herbúðum félagsins í fjögur ár. Árið 2004 söðlaði hann um og gekk í raðir Eagles og strax á sínu fyrsta ári með liðinu fór hann alla leið í sjálfan SuperBowl-leikinn. Þessi 29 ára leikmaður er orðinn mjög reyndur og sjóaður í bransanum. Hann er þegar farinn að huga að endalokum ferilsins og hefur því stofnað fyrirtæki og svo vinnur hann einnig fyrir ESPN-sjónvarpsstöðina, þar sem hann er með eigin þátt, en hann hefur mikinn hug á að halda áfram á því sviði þegar hann leggur skóna á hilluna.Nýtur þess að skoða heiminnHann er vinsæll og veit af því... Dhani er eftirsóttur af kvenfólkinu. Hann sést hér með hinni íðilfögru leikkonu Shannon Elisabeth sem hefur meðal annars leikið í Amercian Pie-myndunum.Jones kom í sína fyrstu heimsókn til Íslands í sumar ásamt félaga sínum og hann var frekar lítið sofinn eftir líflega nótt þegar undirritaður hitti hann á Nordica-hótelinu upp úr hádegi. Hann bar sig engu að síður vel, var kurteisin uppmáluð en félagarnir voru enn brosandi eftir nóttina og áttu ekki orð til að lýsa næturlífinu á Íslandi. Svo sáttir voru þeir með ferðina að sú hugmynd var uppi að fjárfesta í íbúð á landinu.Þetta er einn af kostunum við að spila í NFL-deildinni. Það er gefið langt frí og ég hef allan minn feril reynt að nýta tímann til að skoða heiminn og fer þá helst á staði sem eru öðru fólki framandi, sagði Jones yfirvegaður með kaffibolla í hendi en hann vakti óskipta athygli kvennahóps á staðnum enda stæðilegur karlmaður.Jones hefur alltaf notið mikillar kvenhylli en á þeim tíma sem hann lék með Giants komst hann á lista yfir fimmtíu eftirsóttustu piparsveina New York. Jones er enn konulaus og hann segir sér líka það vel. Ég spyr hann strax að því hvort það sé ekki ljúft líf að vera NFL-leikmaður og hvort hann vaði ekki í peningum.Legg líf mitt að veði í vinnunnixÉg hef það mjög gott, ég neita því ekki. Á móti kemur að ég vinn fyrir laununum mínum og það gera allir leikmenn í deildinni. Í hvert skipti sem ég fer út á völlinn legg ég líf og limi í hættu og sú hætta er alltaf til staðar að ég yfirgefa völlinn án þess að geta gengið aftur.Lífið í NFL-deildinni hefur tekið sinn toll af mér og þótt núna séu nokkrir mánuðir síðan tímabilinu lauk er mér enn illt í löppunum. Ég er með stöðugan verk og ég læt mig hafa það, sagði Jones en hann fær tæpan milljarð í laun fyrir fimm ára samning við Eagles sem er mjög gott fyrir mann sem spilar hans stöðu.Handtekinn í Miamií vinnunni Dhani sést hér á vellinum með Philadelphia Eagles en hann fór með liðinu alla leið í SuperBowl fyrir aðeins tveimur árum.fréttablaðið/getty imagesJones er nokkur glaumgosi og honum líkar ljúfa lífið vel. Fyrr á árinu var hann að skemmta sér í Miami og lenti þá í því að vera handtekinn. Ekki gerði hann neitt stórkostlegt af sér heldur var hann handtekinn fyrir dansa úti á götunni og neita að hætta.Æi, þarftu endilega að spyrja mig um þetta, sagði Jones brosandi og tók utan um andlit sér. Hvað get ég sagt? Mér finnst gaman að skemmta mér og það var mikið fjör þetta kvöld.Líf NFL-leikmannsins er sveipað ákveðnum dýrðarljóma í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og sé mið tekið af þeim eru NFL-leikmenn stanslaust í svakalegum svallpartíum þar sem hver maður hefur fjórar konur upp á arminn. Það er ekki annað hægt en spyrja Jones að því hvort þetta sé svona í raunveruleikanum?Það eru villt partíÞað eru vissulegu partí og stundum mjög villt partí. Það stunda samt ekki allir þennan gleðskap og það eru helst ungu og óreyndu mennirnir sem eru duglegir að skemmta sér. Eftir ákveðinn tíma þá áttar maður sig á því að ef maður ætlar að endast í boltanum þá verður maður að passa vel upp á sig.Ég var nokkuð duglegur að mæta í partí á mínum yngri árum en læt það vera nú. Hvað varðar þessa ímynd þá á hún við nokkur rök að styðjast en er heldur mikið ýkt samt, sagði Jones alvarlegur, en það er ekki bara glansmynd sem er brugðið upp af NFL-leikmönnum því í þættinum Playmakers, sem Sýn sýndi á sínum tíma var dregin upp mjög dökk mynd af leikmönnum í NFL-deildinni.Þeir áttu að vera á sterum, í eiturlyfjum og læknar liðanna þar að auki gerspilltir menn sem hugsuðu eingöngu um hag félagsins en skeyttu í engu um heilsu leikmannanna. Aðeins ein þáttaröð var framleidd en NFL kom í veg fyrir að önnur yrði framleidd.Einhverjir í neyslu og á sterumÞað eru líka dökkar hliðar. Ekki spurning. Rétt eins og í daglega lífinu eiga menn miserfitt með að fóta sig og eflaust eru til menn í deildinni sem neyta stera og eru í eiturlyfjum. Það er alls staðar þannig, líka hjá venjulega fólki sem vinnur í banka. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessum þætti en hann dregur ekki upp jákvæða mynd af okkur. Svo mikið er víst, sagði Jones.Þessi magnaði varnarmaður komst eins og áður segir í SuperBowl árið 2004 en því miður fyrir hann tapaðist leikurinn. Hann vonast til að komast aftur í úrslitaleikinn áður en hann hættir.Það var ótrúleg upplifun að fara í SuperBowl. Öll vikan var eins og ævintýri en tapið gerir það að verkum að maður horfir ekki með eins jákvæðum huga til baka. Ég vil frekar horfa fram á veginn og reyna að komast þangað aftur, sagði Jones en hvað ætlar hann að spila lengi? Ég veit það ekki. Ég mun samt passa mig á að spila ekki of lengi og mun hlusta á líkamann þegar hann segir mér að nú sé nóg komið. Ég vil halda heilsu eftir að ferlinum lýkur, njóta lífsins og uppfylla aðra drauma eins og að vinna áfram í sjónvarpi, sagði Dhani Jones en hann stefnir á að heimsækja Ísland aftur bráðlega. Íþróttir Körfubolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Dhani Jones er stórstjarna í Bandaríkjunum en hann leikur í vörninni hjá liði Philadelphia Eagles sem hefur verið eitt af betri liðunum í NFL-deildinni síðustu ár. Hann hóf feril sinn hjá New York Giants og var hann í herbúðum félagsins í fjögur ár. Árið 2004 söðlaði hann um og gekk í raðir Eagles og strax á sínu fyrsta ári með liðinu fór hann alla leið í sjálfan SuperBowl-leikinn. Þessi 29 ára leikmaður er orðinn mjög reyndur og sjóaður í bransanum. Hann er þegar farinn að huga að endalokum ferilsins og hefur því stofnað fyrirtæki og svo vinnur hann einnig fyrir ESPN-sjónvarpsstöðina, þar sem hann er með eigin þátt, en hann hefur mikinn hug á að halda áfram á því sviði þegar hann leggur skóna á hilluna.Nýtur þess að skoða heiminnHann er vinsæll og veit af því... Dhani er eftirsóttur af kvenfólkinu. Hann sést hér með hinni íðilfögru leikkonu Shannon Elisabeth sem hefur meðal annars leikið í Amercian Pie-myndunum.Jones kom í sína fyrstu heimsókn til Íslands í sumar ásamt félaga sínum og hann var frekar lítið sofinn eftir líflega nótt þegar undirritaður hitti hann á Nordica-hótelinu upp úr hádegi. Hann bar sig engu að síður vel, var kurteisin uppmáluð en félagarnir voru enn brosandi eftir nóttina og áttu ekki orð til að lýsa næturlífinu á Íslandi. Svo sáttir voru þeir með ferðina að sú hugmynd var uppi að fjárfesta í íbúð á landinu.Þetta er einn af kostunum við að spila í NFL-deildinni. Það er gefið langt frí og ég hef allan minn feril reynt að nýta tímann til að skoða heiminn og fer þá helst á staði sem eru öðru fólki framandi, sagði Jones yfirvegaður með kaffibolla í hendi en hann vakti óskipta athygli kvennahóps á staðnum enda stæðilegur karlmaður.Jones hefur alltaf notið mikillar kvenhylli en á þeim tíma sem hann lék með Giants komst hann á lista yfir fimmtíu eftirsóttustu piparsveina New York. Jones er enn konulaus og hann segir sér líka það vel. Ég spyr hann strax að því hvort það sé ekki ljúft líf að vera NFL-leikmaður og hvort hann vaði ekki í peningum.Legg líf mitt að veði í vinnunnixÉg hef það mjög gott, ég neita því ekki. Á móti kemur að ég vinn fyrir laununum mínum og það gera allir leikmenn í deildinni. Í hvert skipti sem ég fer út á völlinn legg ég líf og limi í hættu og sú hætta er alltaf til staðar að ég yfirgefa völlinn án þess að geta gengið aftur.Lífið í NFL-deildinni hefur tekið sinn toll af mér og þótt núna séu nokkrir mánuðir síðan tímabilinu lauk er mér enn illt í löppunum. Ég er með stöðugan verk og ég læt mig hafa það, sagði Jones en hann fær tæpan milljarð í laun fyrir fimm ára samning við Eagles sem er mjög gott fyrir mann sem spilar hans stöðu.Handtekinn í Miamií vinnunni Dhani sést hér á vellinum með Philadelphia Eagles en hann fór með liðinu alla leið í SuperBowl fyrir aðeins tveimur árum.fréttablaðið/getty imagesJones er nokkur glaumgosi og honum líkar ljúfa lífið vel. Fyrr á árinu var hann að skemmta sér í Miami og lenti þá í því að vera handtekinn. Ekki gerði hann neitt stórkostlegt af sér heldur var hann handtekinn fyrir dansa úti á götunni og neita að hætta.Æi, þarftu endilega að spyrja mig um þetta, sagði Jones brosandi og tók utan um andlit sér. Hvað get ég sagt? Mér finnst gaman að skemmta mér og það var mikið fjör þetta kvöld.Líf NFL-leikmannsins er sveipað ákveðnum dýrðarljóma í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og sé mið tekið af þeim eru NFL-leikmenn stanslaust í svakalegum svallpartíum þar sem hver maður hefur fjórar konur upp á arminn. Það er ekki annað hægt en spyrja Jones að því hvort þetta sé svona í raunveruleikanum?Það eru villt partíÞað eru vissulegu partí og stundum mjög villt partí. Það stunda samt ekki allir þennan gleðskap og það eru helst ungu og óreyndu mennirnir sem eru duglegir að skemmta sér. Eftir ákveðinn tíma þá áttar maður sig á því að ef maður ætlar að endast í boltanum þá verður maður að passa vel upp á sig.Ég var nokkuð duglegur að mæta í partí á mínum yngri árum en læt það vera nú. Hvað varðar þessa ímynd þá á hún við nokkur rök að styðjast en er heldur mikið ýkt samt, sagði Jones alvarlegur, en það er ekki bara glansmynd sem er brugðið upp af NFL-leikmönnum því í þættinum Playmakers, sem Sýn sýndi á sínum tíma var dregin upp mjög dökk mynd af leikmönnum í NFL-deildinni.Þeir áttu að vera á sterum, í eiturlyfjum og læknar liðanna þar að auki gerspilltir menn sem hugsuðu eingöngu um hag félagsins en skeyttu í engu um heilsu leikmannanna. Aðeins ein þáttaröð var framleidd en NFL kom í veg fyrir að önnur yrði framleidd.Einhverjir í neyslu og á sterumÞað eru líka dökkar hliðar. Ekki spurning. Rétt eins og í daglega lífinu eiga menn miserfitt með að fóta sig og eflaust eru til menn í deildinni sem neyta stera og eru í eiturlyfjum. Það er alls staðar þannig, líka hjá venjulega fólki sem vinnur í banka. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessum þætti en hann dregur ekki upp jákvæða mynd af okkur. Svo mikið er víst, sagði Jones.Þessi magnaði varnarmaður komst eins og áður segir í SuperBowl árið 2004 en því miður fyrir hann tapaðist leikurinn. Hann vonast til að komast aftur í úrslitaleikinn áður en hann hættir.Það var ótrúleg upplifun að fara í SuperBowl. Öll vikan var eins og ævintýri en tapið gerir það að verkum að maður horfir ekki með eins jákvæðum huga til baka. Ég vil frekar horfa fram á veginn og reyna að komast þangað aftur, sagði Jones en hvað ætlar hann að spila lengi? Ég veit það ekki. Ég mun samt passa mig á að spila ekki of lengi og mun hlusta á líkamann þegar hann segir mér að nú sé nóg komið. Ég vil halda heilsu eftir að ferlinum lýkur, njóta lífsins og uppfylla aðra drauma eins og að vinna áfram í sjónvarpi, sagði Dhani Jones en hann stefnir á að heimsækja Ísland aftur bráðlega.
Íþróttir Körfubolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira