Innlent

Aldrei fleiri sjálfboðaliðar

Metþátttaka var í söfnun Rauða kross Íslands, Göngum til góðs, sem fór fram í gær. Að þessu sinni var safnað fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Sjálfboðaliðar gengu hús úr húsi í gær og söfnuðu fjárframlögum en einnig er hægt að gefa með því að hringja í söfnunarnúmer.

Þetta gekk betur en við þorðum að vona, segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða kross Íslands. Við settum markið á tvö þúsund og fimm hundruð sjálfboðaliða og náðum því.

Tölur úr söfnuninni birtast í dag en talningu lauk ekki fyrr en í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×