Innlent

186 viðtöl í Barnahúsi

Barnahús. Fleiri börn mæta til skýrslutöku í dómshúsi en Barnahúsi.
Barnahús. Fleiri börn mæta til skýrslutöku í dómshúsi en Barnahúsi.

Alls voru 186 rannsóknarviðtöl tekin við börn í Barnahúsi á síðsta ári vegna gruns um að þau hefðu sætt kynferðisofbeldi. Bragi Guðbrandsson forstjóri segir að árin 2004 og 2005 hafi fleiri börn þurft að mæta í dómshús en Barnahús vegna skýrslutöku.

„Flestir dómarar í landinu notfæra sér Barnahús en dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur hafa ekki gert það en þar eru flest málin tekin fyrir.“ Bragi segir þetta geta orðið til þess að reykvísk börn þurfi að fara á marga staði vegna skýrslutöku, greiningar og meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×